HBFR1GH02 - Heilbrigðisfræði með áherslu á geðheilbrigði

Geðheilbrigði

Einingafjöldi: 2
Þrep: 1
Forkröfur: Engar
Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Unnið er með þá þætti sem stuðla að góðri líðan og eflingu sjálfsmyndar. Nemendur kynnast ýmsum þáttum sem tengjast geðheilsu og geðvernd. Unnið verður með mikilvægi góðra lifnaðarhátta og tengsl þeirra við geðheilsu fólks.

Þekkingarviðmið

  • Áhrifum hollra lífshátta, mataræðis, hvíldar, svefns, hreyfingar og ákveðins skipulags á eigið geðheilbrigði
  • Einkennum vanlíðunar
  • Þeim úrræðum sem nemendur geta leitað í þegar þeim líður illa
  • Áhrifum góðrar sjálfsmyndar á eigið geðheilbrigði
  • Áhrifum góðra samskipta á eigið geðheilbrigði

Leikniviðmið

  • Fara eftir ráðleggingum varðandi holla lífshætti, fæðuval og hreyfingu
  • Leita eftir aðstoð þegar vanlíðan gerir vart við sig
  • Efla sjálfsmynd sína
  • Eiga gefandi félagsleg samskipti við aðra

Hæfnisviðmið

  • Lifa heilsusamlegu lífi
  • Gera sér grein fyrir eigin líðan og leita aðstoðar eftir þörfum
  • Vera umburðarlyndur gagnvart mismunandi einstaklingum
  • Ræða opinskátt um geðheilsu almennt
Nánari upplýsingar á námskrá.is