Læsi, heilbrigði, velferð og bókmenntir
Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Forkröfur: Engar
Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Unnið verður með alla þætti íslenskunnar þar sem grunnþátturinn heilbrigði og velferð verður hafður að leiðarljósi. Áhersla verður á andlegt, líkamlegt og félagslegt heilbrigði, en einnig verður samspil einstaklings, aðstæðna og umhverfis skoðað og rætt. Notast verður við aldursmiðaðar bókmenntir, sjálfshjálparbækur, íslenska tónlist og fjölbreytt verkefni. Megin áhersla verður á að nemendur viðhaldi og byggi ofan á þann grunn sem þeir búa nú þegar að.
Þekkingarviðmið
- Hugtökunum heilbrigði og velferð
- Mikilvægi þess að nýta hæfileika sína
- Hvernig lýðheilsa sögupersóna birtist í bókmenntum
- Hugtökum sem tengjast heilbrigði og velferð
- Samkennd
- Taka þátt í umræðum og tjá eigin skoðanir
Leikniviðmið
- Meta og greina heilbrigði og velferð í textum eða upplýsingum
- Vinna með öðrum
- Taka tillit til annarra
- Taka þátt í umræðum og tjá eigin skoðanir
- Sýna samkennd
Hæfnisviðmið
- Auka eigið heilbrigði og velferð
- Vera meðvitaður um styrkleika sína
- Að spyrja spurninga og hlusta á sjónarmið annarra af víðsýni
- Tileinka sér jákvætt hugarfar
Nánari upplýsingar á námskrá.is