Læsi, ritun, tjáning
Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Forkröfur: Engar
Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Áhersla er á læsi í víðu samhengi, s.s. á bókstafi og hljóð, umhverfi, tákn, reglur, samskiptamiðla, hugtök, tjáskipti, tilfinningar, lesefni og samskipti. Vinnuferlið miðast við að efla færni og sjálfsmynd nemenda til að takast á við lífið í framtíðinni, m.a. að efla samskiptalæsi og umhverfislæsi í þeim tilgangi að þeir verði virkari og hæfari þátttakendur í jafnréttis- og lýðræðissamfélagi. Notast verður við aldursmiðaðar bókmenntir, sjálfshjálparbækur, íslenska tónlist og fjölbreytt verkefni.
Þekkingarviðmið
- Hugtakinu læsi í víðu samhengi
- Mikilvægi tjáningar og skynjunar
- Ýmsum aldurs- og áhugamiðuðum hugtökum
- Mismunandi tjáskiptaleiðum
- Mikilvægi lesturs og bókmennta
Leikniviðmið
- Nýta sér upplýsingar á stafrænum miðlum
- Tjá sig með fjölbreyttum leiðum
- Vinna með texta sem hann hefur lesið og/eða hlustað á
- Taka þátt í umræðum
- Nýta sér leiðréttingarforrit og ýmiss hjálpargögn til verkefnavinnu, s.s. talgervla og tjáskiptaforrit
- Lesa upp og/eða tjá sig fyrir framan aðra
- Lesa og/eða hlusta á texta sér til gagns og gleði
Hæfnisviðmið
- Nýta sér læsi í víðu samhengi
- Auka sjálfstraust sitt og trú á eigin málfærni í tjáningu og/eða ritun
- Hlusta á sjónarmið annarra af víðsýni
- Lesa í og/eða nýta sér upplýsingar sem koma fram í útvarpi, sjónvarpi og í netmiðlum
- Lesa í umhverfi, samskipti, tilfinningar og reglur í þeim tilgangi að átta sig á hvað er viðeigandi hverju sinni
- Tjá eigin skoðanir
- Lesa í ýmsa texta, s.s. bækur, fréttir og fræðigreinar með eða án aðstoðar
Nánari upplýsingar á námskrá.is