LÍFS1HN05 - Lífsleikni með áherslu á heilbrigði og velferð

Heilbrigði, forvarnir, nám, skóli

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Forkröfur: Engar
Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Áhersla verður á andlegt, líkamlegt og félagslegt heilbrigði. Einnig samspil einstaklings, aðstæðna og umhverfis. Notast verður við atburði líðandi stundar sem umræðuefni og sögulegar staðreyndir. Megin áhersla verður á að nemendur viðhaldi og byggi ofan á þann grunn sem þeir búa nú þegar að.

Þekkingarviðmið

  • Hugtökunum, heilbrigði og velferð
  • Mikilvægi þess að nýta hæfileika sína
  • Mikilvægi þess að borða hollt og gott
  • Mikilvægi hreyfingar og hvíldar
  • Hugtökunum: hollusta, hvíld, hreyfing, hreinlæti, hamingja, hugrekki og kynheilbrigði.

Leikniviðmið

  • Skoða og meta eigið heilbrigði og eigin velferð
  • Vinna með öðrum
  • Taka tillit til annarra
  • Sýna samkennd
  • Taka þátt í umræðum og tjá eigin skoðanir

Hæfnisviðmið

  • Vera meðvitaður um styrkleika sína
  • Að spyrja spurninga og hlusta á sjónarmið annarra af víðsýni
  • Tileinka sér jákvætt hugarfar
  • Auka eigið heilbrigði og velferð
Nánari upplýsingar á námskrá.is