STÆR1PH03 - Stærðfræði með áherslu á fjármálalæsi

Peningar, heimilisbókhald, tekjur og útgjöld

Einingafjöldi: 3
Þrep: 1
Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Áhersla verður á fjármálalæsi í víðu samhengi. Farið verður yfir helstu persónulegu útgjöld í lífi ungs fólks, heimilisbókhald og gildi þess að halda utan um eigin fjármál. Stefnt er að því að viðhalda og byggja ofan á þann grunn sem nemandi hefur þegar tileinkað sér.

Þekkingarviðmið

  • Mikilvægi réttinda og skyldna neytenda
  • Mikilvægi þess að hafa yfirsýn yfir eigin útgjöld og tekjur
  • Hvernig nýta má greiðslukort
  • Að stundum þarf að forgangsraða í fjármálum

Leikniviðmið

  • Lesa á launaseðil eða tryggingaryfirlit
  • Byggja upp sparnað á einfaldan og hagkvæman hátt
  • Standa við þær skuldbindingar sem viðkomandi hefur gert

Hæfnisviðmið

  • Halda utan um eigin fjármál að öllu eða einhverju leiti
  • Átta sig á tengingunni milli réttinda og skyldna
Nánari upplýsingar á námskrá.is