UPPT1TS04 - Tölvupóstsamskipti

Lýsing

Áhersla verður á að búa til tölvunetfang og að senda tölvupóst. Farið verður í ritun á ýmsum tegundum af tölvupósti og muninum á formlegum og óformlegum texta í tölvupóstsamskiptum. Skoðaðar verða ýmsar samskiptareglur tengdar tölvupóstsamskiptum t.d. hvað hástafir í texta geta þýtt og greinarmerki. Einnig er komið inn á hvernig tölvupósti við ættum ekki að svara og rætt um allskyns hættur sem mikilvægt er að varast.