STÆR2AJ03 - Algebra og jöfnur
Lýsing
Algebra og jöfnur
Einingafjöldi : 3
Þrep : 2
Farið verður yfir: Breytur,jöfnur,brotajöfnur, jöfnuhneppi. Liðun, þáttun, samlagning og stytting algebrubrota, veldi og rætur. Rúmfræði.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- undirstöðureglum talna- og bókstafareiknings og 1. og 2. stigs jöfnum og jöfnuhneppum.
- rúmfræði.
- liðun og þáttun.Samlagningu og styttingu algebrubrota.
- veldum og rótum og þeim reikniaðgerðum sem þeim fylgja.
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- leysa 1. og 2. stigs jöfnur
- leysa rúmfræðileg viðfangsefni
- leysa verkefni sem innihalda veldi og rætur.
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- skrá lausnir sínar skipulega, skiptast á skoðunum við aðra um þær og útskýra hugmyndir sínar og verk skilmerkilega með viðeigandi hætti
- beita skipulegum aðferðum við að leysa úr viðfangsefnum og þrautum, s.s. út frá þekkingu á lausnum svipaðra þrauta, unnið til baka frá þekktum stærðum eða með því að setja upp jöfnur
- skilja merkingu og tengsl hugtaka sem notuð eru í útreikningum.
-