MÁLV2GR05 - Málverk - grunnur

Lýsing

Nemendur læra að vinna á markvissan hátt með vatnsliti og akrýlliti. Farið verður dýpra í litafræði og blöndun lita en gert var í LITA2MT05 og nemendur þjálfa málun út frá breytilegum tónum, blæ og ljósmagni, m.a. með að vinna tvívíð óhlutbundin verk með áherslu á form, liti og myndbyggingu. Nemendur mála því næst tvívíð verk eftir fyrirmyndum, hlutum, manneskjum og umhverfi og styðjast einnig við eigin skissur og hugmyndir til að túlka málverk á persónulegan hátt. Nemendur skoða verk innlendra og erlendra listamanna sem vinna með málverk og þjálfast í að greina verk þeirra með tilliti til litanotkunar og vægi litarins í myndbyggingu. Íslenskir listmálarar verða kynntir, bæði í tímum og með sýningaferðum 

Slóð á áfanga í námskrá