LÍFS1LÆ05 - Menningarlæsi
nnihald áfangans er breytilegt frá önn til annar en lögð er áhersla á að nemendur beiti gagnrýnni hugsun til þess að dýpka og efla læsi sitt á eigið umhverfi, efnislega og menningarlega. Nemendur læra að sjá umhverfi sitt í samhengi, hvernig menning okkar er og hvað það er sem hefur skapað hana og að þekkja rætur hennar. Nemendur kynna sér það sem er að gerast í menningarlífinu, meta það og skoða með aðstoð samnemenda og kennara. Námið er verkefnabundið og nemendur rannsaka viðfangsefni áfangans hverju sinni á gagnrýninn hátt.
Slóð á áfanga í námskrá