LÍFS1GR05 - Lífsleikni

Lýsing

Lífsleikni

Einingafjöldi : 5

Þrep : 1

Áhersla er lögð á þekkingu nemenda á skólaumhverfinu. Fjallað er um vinnubrögð í námi, sjálfsmynd, skólakerfi og atvinnulíf, fjármál, neytendamál, umferðina, lýðræði og borgaralega vitund. Einnig er fjallað um næringu, mataræði, geðheilsu, kynhegðun og vanabindandi efni. Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð nemenda, markmiðssetningu og úrvinnslu verkefna með kynningum. 

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • námskröfum skólans og skólaumhverfinu
  • námsmöguleikum og skólakerfinu
  • árangursríkum námsaðferðum og mikilvægi markmiða
  • leiðum til að efla sjálfsmyndina
  • atvinnulífi og framtíðarstarfi
  • helstu fjármálahugtökum
  • lýðheilsu
  • lýðræði, Alþingi og stjórnmálaflokkum
  • jafnrétti
  • réttindum og ábyrgð neytenda
  • ábyrgð í umferðinni

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • leita sér upplýsinga um helstu þætti í skólaumhverfinu
  • leita upplýsinga um námsmöguleika og skólakerfið
  • leita upplýsinga um árangursríkar námsaðferðir og setja sér raunhæf markmið
  • greina tengsl sjálfsmyndar við árangur í daglegu lífi
  • afla sér upplýsinga um atvinnulífið og framtíðar starfsmöguleika
  • leita leiða til að gera áætlun um fjármál og meta upplýsingar um fjármál
  • afla sér upplýsinga um lýðheilsu
  • leita upplýsinga um störf Alþingis, stjórnmálaflokka og lýðræði
  • fjalla um jafnréttismál
  • leita upplýsinga um rétt neytenda út frá lögum, siðferði og auglýsingum
  • sýna ábyrga hegðun í umferðinni

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • efla eigin styrkleika, sýna og vinna að því að þeir nýtist sem best í skólaumhverfinu
  • setja sér raunhæf markmið sem tengjast námi og starfi og gera grein fyrir eigin áhugasviði
  • nota árangursríkar námsaðferðir
  • útbúa starfsferilskrá og gera grein fyrir eigin möguleikum á atvinnu og frekara námi
  • taka ábyrgð á eigin námi og framtíð
  • vera fjármálalæs, búa til áætlun um fjármálin og reikna út helstu kostnaðarliði einstaklinga og fjölskyldu og hvað felst í því að vera fjárráða
  • greina hættur í umferðinni til að vera ábyrgur ökumaður
  • geta útskýrt lýðræðishugtakið og hvernig Alþingi og stjórnmálaflokkar starfa
  • tjá skoðanir sínar um þau málefni sem upp koma í samfélaginu hverju sinni
  • greina munnlega og skriflega frá upplýsingum sem hann hefur aflað sér