ENSK1GR05 - Enska, grunnáfangi
Markmið áfangans er að nemendur nái tökum á undirstöðuatriðum enskrar málfræði, geti skilið daglegt mál og tjáð sig um einfalda hluti munnlega og skriflega. Í þessum áfanga er lögð áhersla á að nemendur lesi fjölbreytta texta til þess að byggja upp virkan og hagnýtan orðaforða og tjá hugsun sína bæði í ræðu og riti á skipulegan hátt og geti rökstutt hugmyndir sínar. Lögð er áhersla á að nemendur tali skýrt mál og noti það á réttan og viðeigandi hátt. Nemendum er gerð grein fyrir því hvernig þeir geti sjálfir bætt við þekkingu sína og tekið ákvarðanir er varða tungumálanám þeirra. Til þess að nemendur öðlist sjálfstæði í námi er lögð áhersla á að nemendur vinni sjálfstætt að hinum ýmsu verkefnum og kynningum. Hver nemandi finni eigin leiðir til að ná árangri í náminu og setji sér markmið.