Upphaf haustannar

Töflubreytinar eru rafrænar í Innu og hefjast um leið og stundatöflur hafa verið birtar. 

Eldri nemar geta gert töflubreytingar í Innu en nýnemar sem telja sig þurfa breytingar fá aðstoð hjá umsjónarkennara 17. ágúst eftir nýnemakynninguna.

 

Enn er hægt að bæta við nemendum í einstaka áfanga og skráning fer fram hér

 

Til að komast inn í námskerfi skólans þurfa nemendur að vera rafræn skilríki, þeir sem ekki hafa þau þurfa að útvega þau til að séð stundatöfluna.

Nemendur verða að vera með eigin fartölvur í skólanum, mikið af kennsluefni er á rafrænu formi og kennsluumhverfið er á vef.

Nemendur fá sendan tölvupóst með upplýsingum í lok vikunnar og hvetjum við ykkur til að lesa hann vel.