Grunnnám bygginga- og mannvirkjagreina

 

Grunn­námið er fyrsta önnin í sér­greinum byggingargreina. Nem­endur 23ja ára og eldri með starfsreynslu og geta sótt um beint á fag braut.  Nám í bygg­ing­ar­greinum er sérnám sem leiðir til starfs­rétt­inda og einnig er hægt að velja leiðir að háskóla­stigi. Sérnám í ein­stökum greinum tekur að jafnaði 2,5 ár auk 1,5 árs starfs­tíma hjá meistara.

Lögð er áhersla á kennslu undirstöðuatriða í efnisfræði, áhalda- og tækjafræði, teikningum, verktækni og vinnuvernd. Í lok grunnnámsins eiga nemendur að vera hæfari til að velja sér sérsvið innan bygginga- og mannvirkjaiðnaðar og hafa fengið faglegan grunn til að byggja áframhaldandi nám á.

Nemendur sem ekki uppfylla skilyrði til að hefja nám grunnnámið geta ennfremur þurft að bæta við sig undirbúningsáföngum í íslensku og ensku.