Grunnnám málm- og véltæknigreina

Grunnnám málm- og véltæknigreina er ætlað að veita nemendum góða og almenna þekkingu m.a. á málmsíði og véltækni. Einnig er lögð áhersla á að þjálfa nemendur til starfa á sem flestum sviðum málm- og véltæknigreina. Auk kjarnagreina taka nemendur faggreinar s.s. rafsuðu, vélstjórn og logsuðu. Brautin er undirbúningur fyrir sérnám m.a. í stálsmíði, bifvélavirkjun og vélstjórn. Að loknu grunnnámi velur nemandinn sér faggrein eftir áhugasviði. Grunnnám málm- og véltæknigreina er 65 eininga nám og skilar nemendum hæfni á 2. þrepi.

Inntökuskilyrði á brautina eru að nemendur hafi lokið kjarnagreinum grunnskóla með fullnægjandi árangri. Námsárangur í kjarnagreinum mun einnig hafa áhrif á inn á hvaða þrep nemandinn innritast.